Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

miðvikudagur, október 08, 2003

Ég er loksins farin að sjá árangur á skipulaginu mínu um þrifin á Hótelinu. Jei!!Ég er farin að sjá fyrir endann á allsherjarhreingerningunni enda er ég búin að vera hér næstum á hverjum degi í heilan mánuð. Eftir að ég fékk réttu efnin var þetta aðeins léttara. Mr. Propper var ekkert að vinna með mér í þessu þannig að ég fékk mér iðnaðarsápur. Og strákarnir eru loksins að fatta að ég hef rétt fyrir mér með þessa hluti hérna þannig að ég er í mjög góðu skapi. Ég held ég fari bara núna og tek skítinn á baðherbergjunum í karphúsið.