Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, október 12, 2003

Ég er farin að sjá að ég er mjög sérstök manneskja. Til að mynda hefur kaffidrykkja mín oft þau áhrif að ég verð alvega afskaplega syfjuð. Jaa, svona fyrstu fimmtán bollarnir á morgnana hafa allavega voða lítil örvandi áhrif. Annað dæmi um það hvað ég er einstök er að jafnvægisskyn mitt er ekki staðsett í innra eyranu á mér. Ég hef komist að því að síðan ég fór til tannlæknisins um daginn hefur mér farið mjög svo aftur í að ganga í beinni línu og að komast stórslysalaust upp og niður stiga. Það er svosum ekki við tannlækninn að sakast, hann var með sakleysis uppástungu um að gera við aftasta jaxlinn öðrumegin. En tönnin tók upp á því að mölvast í miðjum klíðum þannig að hana þurfti að taka með lítilsháttar skurðaðgerð. Og eftir að jaxlinn fór hef ég ekki haldið jafnvægi sem skildi og þar af leiðandi dreg ég þá ályktun að jafnvægisskyn mitt hafi verið staðsett einmitt þar.