Ég er eitthvað svo væmin þessa dagana að ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að ég væri hin argasta kerling. Ég kenni Jónsa um þetta helvíti. Þegar við byrjuðum saman þá var ég ekki svona hræðilega mikil veimiltíta.
Ég fór út að reykja áðan og tók þá eftir hvað litli bærinn okkar er fallegur þegar það snjóar. Ójá, það er byrjað að snjóa hérna en það verður allt farið í fyrramálið. Það var svo stillt og fallegt að ég táraðist við horfa yfir bæinn og sjá hvernig snjókornin falla. Oj barasta
<< Home