Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, október 09, 2003

Ég er búin að röfla og röfla í þeim Eigendum hf. að fara að koma og laga húsið, búin að suða og suða í þeim um hvernig ég vil að þeir lagi húsið. Ég hef talað mig bláa um hvað þarf að gera í sambandi við rekstur á húsinu og ég hef orðið súrefnislaus á að bíða, svona röflandi og suðandi.
Ég fór til Sýslumanns um daginn og forvitnaðist um svona leyfi sem maður þarf víst að hafa. Og hún sem ég talaði við var voða elskuleg og gaf mér næstum klukkutíma kennslu um hvað þarf að hafa á hreinu þegar maður tekur við svona hóteli. Öll lög og allar reglur sem þarf að hafa á hreinu í þessum málum.
Svo talaði ég við Eigendurna hf, þeir hafa enga hugmynd um hvernig þeir vilja hafa þetta allt saman á hreinu. Þeir vita ekkert í sinn haus þessir karlar. Þeir eru ekki einusinni vissir um hvað þeir vilja með þetta hús.
Svo fór ég í morgun og talaði við bankann minn um hvernig þeir væru til í að hjálpa mér að hafa þetta allt á hreinu.
Þá kom í ljós að ég þarf að ákveða sjálf hvernig ég vil hafa mitt á hreinu. Og til hverra ég get leitað til að vita hver er besta leiðin fyrir mig.
Þannig að ég þarf að setjast niður með manninnum og Eigendum hf og vera með frekju eina ferðina enn.
En þá erum við aftur komin á þann punkt sem við vorum á í seinasta mánuði. Þar sem ég mun sitja blá í framan röflandi og suðandi um hvað ég vil gera í þessu máli og hvernig.
Þær upplýsingar sem ég hef fengið undanfarið eru alltof flóknar fyrir litla, sæta hausinn minn. Þannig að ég er að spá í að fara á ráðstefnu fyrir konur með rekstur.