Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, október 12, 2003

Ég þekki marga sem virðast aldrei vera sáttir við það sem þeir hafa. Ein vinkona mín t.d. getur aldrei búið lengi í sama húsinu. Hún skoðar H&H og sér alltaf hryllinginn sem hún býr við og vill flytja í nýtt hús. Vitnar hún í þetta tímarit um stærð á svefnherbergjum og nýtingu plássins, auðvitað hljómar það alltaf henni í hag og ef maður vissi ekki betur myndi maður halda að hún byggi í torfkofa af lýsingu þáverandi húsnæðis.
Önnur vinkona mín er aldrei sátt við útlitið á sér. Hún virðist ekki geta sætt sig við það að hún er ekki Allie McBeal. Og í staðinn fyrir að setja raunhæft markmið sem tekur tillit til heilsunnar heldur hún áfram hlaupa og ganga á milljón, étur ekki neitt nema kanínufóður og kvartar svo undan því að fá svona hryllilega marbletti. Það finnst engum hún feit nema henni en hvað með ef hún væri feit? Hún væri samt sú sem hún er.
Allavega það sem ég sagt vildi var að ég virðist líka hafa eitt atriði sem ég get ekki sætt mig við. Hlutirnir geta aldrei gerst þegar ég vil að þeir gerist. Semsagt, ég þjáist af óþolinmæði og straxveiki. Og ég bókstaflega þjáist, fæ líkamlega verki og allt, ég gjörsamlega engist um eins og vængjalaus fluga á brennheitri eldavélahellu.
Ég er langverst um helgar því þá eru allir í fríi og geta ekkert gert af því sem ég er að biðja þau um að gera. Af hverju erum við með helgarnar aftur? Mér finnst þær ekkert eins merkilegar og forðum, helst bara tilgangslaus tímasóun.