Furðulegt hvað allt fagfólk er alltaf upptekið.
Nú er svo komið að ég þarf að tala við sérfræðing í taugasjúkdómum. Auðvitað er löng bið í að hann hafi tíma handa mér því það er svo rosalega mikið að gera hjá öllum. En ég er hálffúl yfir því að ég komist ekki að hjá honum fyrr en eftir mánuð því ég er ekkert að leika mér að því að verða svona veik.
Ég hef ekki tíma í þetta bull, ég er að reka heimili með þrjú börn og er einnig að sjá um heilt hótel. Ég get ekkert verið að þessu veseni. Ég vil fá tíma núna og redda þessu sem snöggvast svo ég geti farið að gera eitthvað af viti. Það þarf ýmislegt að gera hérna heima eins og niðri á hóteli og það eru takmörk fyrir hvað ég get lagt á elskulegan mann minn. Því ég ætla mér að eiga hann alveg þangað til að ég verð 100 ára og því verð ég að spara hann.
<< Home