Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

föstudagur, október 10, 2003

Það er margt til í því sem Bedda segir um leikskólastarfsmenn, aðallega konurnar, en ég er farin að hallast að því að þetta eigi við um flest allt kvenfólk.
Ég þekki eina konu sem gengur um ljúgandi í sjálfa sig og aðra að henni líði alveg glimrandi vel. En þá koma spurningar sem brenna á vörum mér núna:
"Þegar manni líður svona ofsalega vel, er maður þá að velta því fyrir sér hvað aðrir gera og/eða gerðu fyrir mörgum mánuðum, jafnvel árum, síðan?"
"Og ef manni líður svona hryllilega vel er maður þá að tala illa um fólk sem gerði manni ekkert illt?"
"Og reynir maður vísvitandi að skemma fyrir fólki þegar maður er í svona líka prýðismálum sjálfur?"
Það er fátt sem fer meira í taugarnar á mér en óheiðarlegi og baknag. Mannleg samskipti eru flókin og ég er farin að átta mig á því að það sem ég segi og geri hefur afleiðingar. Eftir að ég áttaði mig á því hef ég passað að gera og segja ekkert sem ég get ekki staðið við. Ég viðurkenni þegar ég hef sagt eitthvað ljótt eða gert eitthvað á hlut annara.
Ef einhver ein manneskja fer svo rosalega í taugarnar á mér að ég gjörsamlega fer yfir um á því. Þá er það oftast vegna þess að hún er að sýna einhvern skapgerðarbrest sem ég bý yfir líka og þoli ekki. Og akkúrat núna ÞOLI ÉG EKKI KVENFÓLK!!