Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, október 11, 2003

Það er furðulegt hvað vandamál leystast oft á ótrúlega fljótan og auðveldan hátt en gallinn er sá að klukkutíma seinna koma önnur vandamál upp. Við komumst í matarboðið í gær. Þannig að ég biðst afsökunar á að hafa blandað afturendanum mínum í málið. Þetta varð allt að hinni fínustu skemmtun en svo varð Jónsi greyið veikur. Þegar við komum heim vorum við barnlaus og ég sem ætlaði svo að tæla drenginn í eitthverja svefniherbergisglímu en svefnleysið varð ekki af sömu ástæðu og ég vildi. Hann var sjóðheitur og stynjandi en ekki af sömu ástæðu og ég vildi.
Svo í morgun þurfti ég að ná í börnin og sat í smástund undir skömmum frá ömmu minn. Gallinn við að vera úti á landi er sá að það lokar allt á föstudögum klukkan sex og ég gleymdi að fara eitthvað fyrir hana.
Við fórum í barnaafmæli í dag og sem betur fer var ég svo fyrirhyggjusöm að fara í dótabúðina í gær. Þetta var eins fínt og barnaafmæli getur orðið. Þegar heim kom mætti mér fárveikur, tapsár maður og ofvirkt barn. Ég veit ekki hvað hún fékk að borða á meðan ég var í burtu. Annars voru þau voða skrítin bæði tvö, ég lofaði að skilja þau ekki eftir ein aftur.
Á laugardögum er ég vön að fara á fundi en í kvöld kemst ég ekkert því börn og karl eru lasin og ég er búin að setja mig í Florence Nightingale búninginn.