Það er farið að fara svolítið í taugarnar á mér hvað blöðin koma seint hérna. Að ég tali nú ekki um þegar það er ekki flogið í nokkra daga og maður fær öll blöðin í einu. Þegar það skeður er maður búinn að horfa á fréttir og heyra í útvarpinu allt sem er merkilegt í þessum blöðum. Og til hvers er ég að gerast áskrifandi af blaði sem er hvort eð er útlistað í Íslandi í bítið?
Er réttlátt að ég sé að borga sama gjald fyrir blaðið hér og fólk er að borga fyrir það í Reykjavík?
Og meðan ég er að minnast á það þá erum við áskrifendur af Stöð 2 og Sýn. Það var klínt á okkur Bíórásinni fyrir einhvern smápening í viðbót á mánaðargjaldið. Það væri allt í lagi ef við gætum skipt yfir á þessa Bíórás hvenær sem við vildum. Það er nefnilega bara hægt að horfa á hana þegar dagskráin á Sýn er ekki byrjuð.
Semsagt ég get séð Bíórásina og Popptíví meðan ég les blaðið mitt á nóttunni í löngu tapaðri baráttu um að vera inn.
Það getur líka gert mig kolbrjálaða þegar það streyma hér inn gylliboð frá bönkunum, stílaður á börnin mín, með allskonar gjafir til að kaupa börnin okkar. Það er mjög auðvelt að heilaþvo börnin, sjáiði bara Latabæ sem er svosum ágætur heilaþvottur í sjálfu sér. Það færi ekki eins mikið í taugarnar á mér ef bankarnir myndu senda börnunum sparibauka.
En af hverju ætli fólk sem er búið að vera í viðskiptum við bankann í einhver ár fái ekki einhverjar gjafir líka?
"Ef þú ert í viðskiptum við okkur í 10 ár þá færðu penna merktan okkur."
Af hverju fær fólk sem er með allt sitt sparifé í einhverju tilteknum banka ekki frían sparibauk?
"Ef þú ert með meira en 30 milljónir á sparireikning hjá okkur í 10 ár þá færðu að gjöf forljótt risaseðlaveski merkt okkur."
Er réttlátt að ég sé að borga sama gjald fyrir blaðið hér og fólk er að borga fyrir það í Reykjavík?
Og meðan ég er að minnast á það þá erum við áskrifendur af Stöð 2 og Sýn. Það var klínt á okkur Bíórásinni fyrir einhvern smápening í viðbót á mánaðargjaldið. Það væri allt í lagi ef við gætum skipt yfir á þessa Bíórás hvenær sem við vildum. Það er nefnilega bara hægt að horfa á hana þegar dagskráin á Sýn er ekki byrjuð.
Semsagt ég get séð Bíórásina og Popptíví meðan ég les blaðið mitt á nóttunni í löngu tapaðri baráttu um að vera inn.
Það getur líka gert mig kolbrjálaða þegar það streyma hér inn gylliboð frá bönkunum, stílaður á börnin mín, með allskonar gjafir til að kaupa börnin okkar. Það er mjög auðvelt að heilaþvo börnin, sjáiði bara Latabæ sem er svosum ágætur heilaþvottur í sjálfu sér. Það færi ekki eins mikið í taugarnar á mér ef bankarnir myndu senda börnunum sparibauka.
En af hverju ætli fólk sem er búið að vera í viðskiptum við bankann í einhver ár fái ekki einhverjar gjafir líka?
"Ef þú ert í viðskiptum við okkur í 10 ár þá færðu penna merktan okkur."
Af hverju fær fólk sem er með allt sitt sparifé í einhverju tilteknum banka ekki frían sparibauk?
"Ef þú ert með meira en 30 milljónir á sparireikning hjá okkur í 10 ár þá færðu að gjöf forljótt risaseðlaveski merkt okkur."
<< Home