Ekki það að ég ætli að fara í einhver æfisöguskrif hérna núna en ég hef átt heima á mörgum stöðum um mína æfi. Það sem ég var að spá í að deila með ykkur er minningar mínar um heila 37 fermetra kjallaraíbúð í Hafnarfirðinum. Það sem er svo sérstakt við þann stað fyrir utan stærðina var að þar bjó ég ein um stund með stelpunum mínum tveimur. Ég var einstæð móðir með tvö börn og ég var í skóla og átti ekki bót fyrir boruna á mér. Við áttum ekki nein húsgögn þannig að þau húsgögn sem ég var með til að byrja búskapinn voru í láni. Okkur leið öllum rosalega vel í litla hreiðrinu okkar og í minningunni var alltaf sól í Hafnarfirði þetta ár. En helsta og besta minningin frá að búa í svona þrengslum er hversu fljótur maður var að þrífa pleisið. Það var aldrei neitt mál að taka til. Tók í mesta lagi klukkutíma að ná öllum skít í burt.
Núna bý ég í 130 fermetrum rúmum, búin að bæta við mig einu barni og karli. Og þó lífið sé miklu auðveldara núna og okkur líði öllum afskaplega vel þá er alltaf drasl hjá mér, ég virðist hafa glatað þeim hæfileika að nenna að standa upp og byrja. Ég læt þetta alltaf vaxa mér í augum og sleppi því bara. Og svo er líka mjög oft vont veður hérna. Ég gruna veðurguðina um að vera í einhverju bandvitlausum gír, þetta er ekki Kína og það er ekki monsúntími.
Núna bý ég í 130 fermetrum rúmum, búin að bæta við mig einu barni og karli. Og þó lífið sé miklu auðveldara núna og okkur líði öllum afskaplega vel þá er alltaf drasl hjá mér, ég virðist hafa glatað þeim hæfileika að nenna að standa upp og byrja. Ég læt þetta alltaf vaxa mér í augum og sleppi því bara. Og svo er líka mjög oft vont veður hérna. Ég gruna veðurguðina um að vera í einhverju bandvitlausum gír, þetta er ekki Kína og það er ekki monsúntími.
<< Home