Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, október 12, 2003

Einu sinni þegar ég var einstæð móðir nældu öll börnin í þá verstu veiki sem hægt er að fá...ælupest. Mér finnst ógeðslegt að æla sjálf en þessa umræddu helgi voru semsagt öll börnin ælandi og spúandi en ekki ég. Það eina sem ég veit um að er ógeðslegra en að æla er þegar maður þarf að þrífa upp annara ælu. Svo er líka virkilega ógeðfellt að heyra til einhvers sem er að æla eða finna lyktina af annara ælu.
Sú helgi endaði þannig að öll börnin náðu sér á undraverðum tíma og endurheimtu alla heimsins orku en skildu mig eftir með þrefalda ógleði og uppköst sem minntu á Nornirnar frá Eastwick. Þessi helgi minnir óneitanlega á þessa helgi forðum fyrir utan gubb og ógeð. Í staðinn féll maðurinn fyrst með einhverjum óskiljanlegum verkjum og lífshættulegum líkamshita, svo fengu öll börnin að smakka á þessari veiki en allt slátrið sem þau átu á föstudaginn styrkti ónæmiskerfið hjá þeim svo þau lágu eiginlega ekkert. Og þegar allir virðast vera að jafna sig er ég skilin eftir með verki í hverjum einasta vef líkamans sem minna á sig við minnstu hreyfingu. Karlinn liggur að vísu enn og kvartar sáran. En þar sem ég er vön að standa þó móti blási 40 m/s kvarta ég ekki meðan hann þjáist og næ í vatnsglas og verkjapillur handa honum, passa að börnin séu ekki með læti svo hann nái að sofa.