Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

laugardagur, október 11, 2003

Eins og fram hefur komið eru þrjú börn á heimilinu. Horfi ég aðdáunarfullum augum á þau á hverjum degi. Mér finnst þær miklu betri útgáfur af mér heldur en ég er. Þær eru sætari en ég og þær eru hlýðnari en ég var. Þær eru blessunarlega lausar við það að bera utan á sér genamengi föður síns og í fljótu bragði virðast þær vera eingetnar. En því oftar sem ég horfi á þær á kvöldin á meðan þær eru að hátta þá velti ég fyrir mér hvaðan í ósköpunum þessi kúlurass kemur.