Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

fimmtudagur, október 02, 2003

Aaarrrg!!! Þessi dagur er rangur dagur!
Ég hef verið að skoða önnur blogg og mig langar í svona dót á síðuna mína:(
Svona gestabók og teljara og tagboard and shit.

Maðurinn minn gefur sér ekki tíma í að gera þetta fyrir mig. Það er víst svo mikið að gera við að forrita þessi blessuðu börn.

Mamma mín er farin af landi brott. Hún getur verið að þvælast út til Kóngsins Köben til að hitta litla prinsinn sinn sem er að vísu yfir 190 sm. en er samt litli bróðir minn!
En að koma og sjá aðdáunarverðan frumburðinn sinn er einhvern veginn ekkert merkilegt í hennar augum.

Þetta er búið að vera svona síðan hann fæddist. Ég lærði að skrifa nafnið mitt en það var miklu merkilegra að hann brosti og var sætur.
Hann er ennþá voða góður í því, og gerir ekkert mikið meir en akkúrat það!

Hann er einsog fólkið í kvikmyndunum, vaknar fallegur og hárið ekkert úfið og húðin gjörsamlega gallalaus og hann fær aldrei bólur.
Þegar hann fer í ljós eða ber á sig brúnkukrem verður hann aldrei skellóttur eða misbrúnn. Hann getur farið í hvaða föt sem er (svo lengi sem þau fást í dýrum búðum) og litið betur út í þeim en módelið sem sýndi fötin fyrst.
Allir vinir hans eru fallegir líka og hann umgengst bara fegurðardrottningar.

En nóg um hann, það er víst nógu mikið um Kiddadýrkun í heiminum, ég kom heim í morgun og ætlaði að leggja mig. En aldeilis að það sprakk framan í mig.
Það koma voða fáir að heimsækja mig og ég fer enn sjaldnar í heimsóknir til fólks, en í morgun datt öllum í hug að annað hvort hringja eða koma við. Og húsið í rúst og allt í drasli.

Og þá erum við komin aftur að því af hverju ég er svona ósátt við að mamma mín komi ekki til mín. Þegar ég á von á henni í heimsókn fæ ég ósjálfrátt orkuskot í rassinn og er enga stund að þrífa allt á mettíma. Og nú vantar mig svona orkuskot og hún fer af landinu!
Ég hef reynt að blekkja sjálfa mig og telja mér trú um að hún sé á leiðinni en fatta alltaf blekkinguna þegar ég stend upp og geng í áttina að ryksugunni.

Svo er ég líka með bólu í eyranu sem ég næ ekki til sjálf og vantar mömmu mína til að taka hana.
Það er ekki beint hlutur sem ég vil biðja manninn minn um að gera.
Það er svo mikið að gera þegar allir eru komnir heim að eini tíminn sem mundi henta í svoleiðis ógeð væri seint á kvöldin.
Og þá er hann oftar en ekki í rómantískum hugleiðingum og byrjaður á einhverri tælingaraðferð sem hann er búinn að vera að skipuleggja yfir allan daginn.
Semsagt það sem ég vil ekki gera er að vera komin upp í rúm og slíta kossi með orðunum: "Hér er bómull og spritt, elskan, ertu til í að kreista bóluna mína?"

Hann myndi samt örugglega halda að ég væri með "dirtytalk" og hallast að þeirri hugmynd að nú væri ég búin að skipuleggja heita og sveitta leiki sem endast myndu alla nóttina.