Þrítug þreytt húsmóðir

Pælingar mínar meika lítinn sens fyrir þá sem eiga ekki börn...en þeir geta bara ekki látið það vera að reyna að skilja mig.


hjá mér

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Ég er búin að búa í nýja húsinu mínu núna í tæpt hálft ár og það er loksins núna sem ég er farin að finna fyrir einhvurslags hreiðurgerðartilfinningu. Mig langar svo að gera eitthvað flott við gluggana í stofunni... svona eitthvað sem enginn annar er með. En ætli ég byrji ekki að útfæra allar hugmyndirnar í kollinum á mér eftir að ég er búin að þrífa pleisið. Bara verst að það gengur seint að venja börnin á að sitja kyrr.